Viðræður um sameiningu ÍS og SÍF

Lokað hefur verið fyrir viðskipti með hlutabréf Íslenskra sjávarafurða og Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda á Verðbréfaþingi Íslands. Samkvæmt heimildum Fréttavefjar Morgunblaðsins standa yfir viðræður um sameiningu þessara félaga en í tilkynningu VÞÍ segir að frétt sé væntanleg á morgun í kjölfar stjórnarfunda sem haldnir verða kl. 11:00 í fyrramálið.

Það sem af er september hefur gengið ÍS hækkað verulega, eða úr 1,80 1. september í 2,48 sl. föstudag. Þetta er 38% hækkun. Gengi SÍF hefur hins vegar breyst lítið, var 6,10 í byrjun mánaðarins en var 6,20 á föstudag.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK