Stjórnir SÍF og ÍS samþykkja samrunann

Á stjórnarfundum Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda og Íslenskra sjávarafurða sem haldnir voru í dag var samþykkt samkomulag um samruna félaganna. Gert er ráð fyrir að samrunaáætlun verði lögð fyrir hluthafafund félaganna í desember nk. Félögin verða sameinuð undir nafninu SÍF hf. Stjórnir félaganna eru sammála um að skiptihlutfallið verði þannig að eftir samrunann eigi hluthafar ÍS 30% af heildarhlutafé í sameinuðu félagi en hluthafar SÍF 70%.

Samkvæmt samkomulagi sem skrifað var undir í gærkvöldi miðast samruninn við árshlutauppgjör félaganna 30. júní 1999. Stefnt er að því að ganga frá formlegri samrunaáætlun 15. október 1999. Stjórnir félaganna eru sammála um að skiptihlutfallið verði þannig að eftir samrunann eigi hluthafar ÍS 30% af heildarhlutafé í sameinuðu félagi en hluthafar SÍF 70%. Komi fram veruleg frávik frá forsendum skiptihlutfalls við athugun verður það tekið til endurskoðunar. Við samruna félaganna er gert ráð fyrir því að hlutafé hins sameinaða félags verði kr. 1.500 milljónir. Hækkar hlutafé SÍF við samrunann um kr. 450 milljónir og verður því hlutafé varið til skipta fyrir hlutafé í ÍS að nafnvirði kr. 1.100 milljónir. Fá hluthafar í ÍS eingöngu hlutafé í SÍF við samrunann. Gert er ráð fyrir að samruninn miðist við 1. júlí 1999 og taki SÍF við öllum eignum og skuldum, svo og öðrum réttindum og skyldum ÍS frá og með þeim tíma, enda hafi samruninn verið samþykktur í báðum félögunum og formleg slit yfirtekna félagsins farið fram skv. hlutafélagalögum.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK