Nýr fjörgamall fiskur!

Brasilískir vísindamenn telja sig hafa fundið nýja fiskitegund, sem hafi leynzt í hafdjúpunum í sunnan verðu Atlantshafi í meira en 150 milljónir ára. Fiskurinn er talinn af ættinni chimaera eða hámúsaætt, en geirnyt og stuttnefur eru einnig þeirrar ættar.

Fiskurinn er á bilinu 30 til 40 sentímetra langur og finnst hann á 400 til 700 metra dýpi. Fiskurinn var fyrst ljósmyndaður um borð í spænsku fiskiskipi fyrir utan Rio de Janeiro árið 2001. Sjómennirnir áttuðu sig ekki á mikilvægi fisksins þá og köstuðu honum aftur á glæ. Það er svo fyrst nýlega sem annar slíkur fiskur hefur fundizt. Fiskinum hefur verið gefið hið latneska heiti Hydrolagus mattallansi, en hann er með snubbótta trjónu, vænglaga eyrugga, gadda á bakugga og á halanum. Hann er nokkuð skyldur hákörlum og skötum. Fiskurinn skynjar nærveru annarra kykvenda með því að skanna rafbylgjusviðið í kringum sig, en er einnig með mjög stór augu sem geta greint hina minnstu ljóstýru.

Vísindamenn hafa þegar greint um 25.000 tegundir fiska í heimshöfunum, en telja allt að 40.000 tegundir séu enn ófundnar eða ógreindar. Hámýsnar urðu til fyrir um 400 milljónum ára og eru meðal elztu fiskitegunda í veröldinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK