Helstu iðnríki heims styðja aðgerðir vegna hamfaranna

Sjálfboðaliðar fjarlægja lík úr húsi í Banda Aceh á Súmötru. …
Sjálfboðaliðar fjarlægja lík úr húsi í Banda Aceh á Súmötru. Tala látinna eftir hamfarirnar er nú um 150 þúsund. AP

Fjármálaráðherrar sjö helstu iðnríkja heims hafa samþykkt að styðja það að ríki við Indlandshaf, sem urðu illa úti í náttúruhamförunum 26. desember sl., þurfi ekki tímabundið að greiða afborganir af erlendum lánum. Breska fjármálaráðuneytið tilkynnti þetta í dag en Bretar fara nú með formennsku í þessum samtökum.

Ráðherrarnir hvetja einnig Alþjóðabankann, Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, að ljúka sem fyrst mati á kostnaði við uppbyggingu og fjárþörf þeirra landa sem um ræðir og veita þeim fjárhagslega aðstoð. Einnig hvetja þeir til þess að hugað verði að því án tafar að koma upp viðvörunarbúnaði við flóðbylgjum á Indlandshafi.

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í gær að tillagan, sem lá fyrir fundi fjármálaráðherranna, miðaði að því að frysta um 3 milljarða dala árlegar afborganir ríkjanna af erlendum lánum.

Helstu iðnríkin sjö eru, auk Bretlands, Kanada, Frakkland, Ítalía, Japan, Þýskaland og Bandaríkin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK