Kögun neitað um útboðsgögn vegna Símans

Kögunar-samsteypunni, stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins, var samkvæmt úrskurði einkavæðingarnefndar síðastliðinn föstudag meinað að fá gögn vegna söluútboðs Símans.

Gunnlaugur M. Sigmundsson, forstjóri Kögunar, segir í samtali við Viðskiptablaðið í dag að um sé að ræða alvarlega mismunun en félagið hafði verið í sambandi við þrjú erlend stórfyrirtæki með fyrirætlanir um að bjóða í Símann. Hann segir að félagið muni ekki sætta sig við þessa niðurstöðu og hyggist kanna lagalega stöðu sína.

Að sögn Gunnlaugs byggist niðurstaða einkavæðingarnefndar á því að Kögun eigi Skýrr og Skýrr sé með rúm 5% af markaði fyrir internetþjónustu á landinu sem nefndin hefði talið vera í samkeppni við þjónustu Símans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK