Nokkrir hópar fjárfesta buðu í Símann

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins kom sameiginlegt tilboð í hlut ríkisins í Símanum frá Atorku Group og fjórum athafnamönnum, þeim Frosta Bergssyni, stofnanda og fyrrum stjórnarformanni Opinna kerfa, Jóni Helga Guðmundssyni, forstjóra Norvíkur og fv. forstjóra BYKO, og Jóni og Sturlu Snorrasonum, fyrrum eigendum Húsasmiðjunnar. Talsmaður hópsins vildi ekkert upplýsa um tilboðið en útilokaði ekki samstarf við aðra hópa fjárfesta á síðari stigum Símasölunnar.

Upplýsingar blaðsins herma ennfremur að fjárfestingafélagið Exista (áður Meiður), sem er í aðaleigu Bakkavararbræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona, og KB-banki hafi sent inn tilboð ásamt fleiri fjárfestum. Fregnir hafa verið um að bandaríska fjárfestingafélagið Ripplewood Holdings og danska símafyrirtækið TDC hafi lýst áhuga á tilboði í Símann en talsmenn þessara fyrirtækja vildu ekki staðfesta það, þegar haft var samband við þau í gær. Talsmenn Íslandsbanka vildu ennfremur ekki staðfesta fregnir um að bankinn tæki þátt í tilboði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK