Segir Kögun ekki hafa haft samband við einkavæðingarnefnd

Jón Sveinsson, formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í dag, að Kögun ehf. hefði ekki hafa haft samband við nefndina til að óska eftir útboðsgögnum um Símann. Gunnlaugur Sigmundsson, forstjóri Kögunar, segir hins vegar að nefndin hafi synjað fyrirtækinu um útboðsgögn á þeirri forsendu að Kögun eigi Skýrr og Skýrr sé með rúm 5% af markaði fyrir internetþjónustu á landinu sem nefndin hefði talið vera í samkeppni við þjónustu Símans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK