Burðarás selur Avion Group hlut sinn í Eimskip

Með kaupunum eignast Avion Group Eimskip.
Með kaupunum eignast Avion Group Eimskip. Eimskip

Gengið hefur verið frá sölu Burðaráss á 94,1% hlut í Eimskipafélagi Íslands til Avion Group. Einnig stefnir Avion Group að kaupum á 5,9% hlut P/F Tjalds í Eimskipafélaginu og þannig eignast félagið að fullu. Með þessu verður til stærsta félag landsins í flutningastarfsemi með 110 milljarða króna veltu, 4.400 starfsmenn og 80 starfsstöðvar um heim allan.

Heildarsöluverð félagsins er 23 milljarðar króna og er söluverð hlutar Burðaráss því 21,6 milljarðar króna. Þar af eru 12,7 milljarðar króna greiddir með peningum og 8,9 milljarðar króna með hlutabréfum í Avion Group en fjöldi hluta verður endanlega ákvarðaður við skráningu Avion Group í Kauphöll Íslands. Innleystur söluhagnaður Burðaráss er 15,5 milljarðar króna.

Stefnt er að skráningu Avion Group í Kauphöll Íslands eigi síðar en 31. janúar 2006. Náist þetta markmið ekki hafa stærstu hluthafar Avion Group skuldbundið sig til að kaupa áðurnefnda hluti af Burðarási á sömu kjörum.

Með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Burðaráss skuldbindur Burðarás sig til að ráðstafa jafnvirði 5 milljarða króna af eignarhlut sínum í Avion Group til hluthafa Burðaráss í formi arðs.

Samningurinn er gerður með fyrirvara um fjármögnun kaupanna og að hluthafafundur í Avion Group samþykki útgáfu þeirra hluta sem afhentir eru Burðarási í viðskiptunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK