Hærra verð en búist var við

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að niðurstaðan í Símasölunni sé mjög jákvæð fyrir ríkissjóð. Söluverðið hafi verið heldur hærra en hann hafi reiknað með. Hann segir að það verði rætt innan stjórnarflokkanna á næstu mánuðum hvernig andvirðinu verði ráðstafað. Ýmsar hugmyndir séu uppi í þeim efnum.

Geir H. Haarde fjármálaráðherra kveðst ánægður með söluverðið. "Ég er fyllilega sáttur og tel þetta mjög viðunandi verð."

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir ljóst að ríkið sé ekki hlunnfarið í sölunni. Hún segir þó ákveðnar spurningar vakna varðandi söluferlið.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir söluandvirðið hátt út frá sjónarhóli kaupanda. Engir aðrir en neytendur, þ.e. þjóðin, muni borga það á komandi árum.

Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segist enn hafa ákveðnar efasemdir um að grunnnetið sé selt með Símanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka