Alþjóðlegt viðskiptatraust verðmætasta auðlind Íslendinga

Frá viðskiptaþingi í dag.
Frá viðskiptaþingi í dag. mbl.is/Brynjar Gauti

Verðmætasta auðlind Íslendinga í dag er það traust sem við njótum í alþjóðlegum viðskiptum. Sú auðlind er verðmætari en óveiddur fiskur í sjónum og hefur gert það að verkum að íslenskir bankar og bankasamsteypur hafa getað aflað yfir 4000 milljarða íslenskra króna hjá erlendum fjárfestum og sparifjáeigendum við kjör sem skipta miku máli fyrir velferð okkar, að því er fram kom hjá Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra Kaupþings banka í pallborðsumræðum á viðskiptaþingi Viðskiptaráðsins í dag.

Hreiðar sagði einnig að stjórnsýslan hér á landi ætti að vera tvítyngd og það væri til skammar hve hve illa við stæðum okkur í að þýða og gefa út reglugerðir á erlendum tungumálum, en þetta væri dæmi um lítið hagnýtt atriði sem þyrfti að vera í lagi. Hann sagði einnig að hann teldi að stjórnvöld ættu að lýsa því yfir að hér á landi yrðu alltaf lægstu fyrirtækjaskattar sem völ væri á, en þeir væru nú til dæmis lægri í Írlandi 12,5%. Við myndum fá það margfalt til baka.

Þá kom fram í máli Hreiðars að lykilatriði varðandi það að koma hér á landi laggirnar alþjóðlegri fjármálamiðstöð væri að bankarnir sem væru hér í dag og væru með mikla starfsemi erlendis yrðu áfram með höfuðstöðvar hér á landi. Áhætta fyrir banka af því að starfa hér væri fylgifiskur íslensku krónunnar. Ef hún myndi veikjast töluvert mikið myndi eiginfjárhlutfall bankans lækka. Eins væri mikilvægt fyrir bankann að kynna sig sem norður-evrópskan banka en ekki íslenskan, enda væru 80% af umsvifum bank ans erlendis og 20% hér á landi.

Sex- til áttföldun umsvifa
Hjá Hannesi Smárasyni, forstjóra FL Group, kom fram að fyrirtækið stefndi að því að sex- til áttfalda umsvif fyrirtækisins á tímabilinu fram til 2015. Hann taldi að þróunin á næstu tíu árum yrði einkum á þremur sviðum, fjármála- og fjáfestingastarfsemi, ferðaþjónustu og í útflutningi á þekkingu. Þá nefndi hann sem möguleika einkavæðingu Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur og sú þekking og verðmæti sem þar væri innan dyra gæti orðið grund völlur að sókn erlendis á sviði orkumála.

Berglind Ásgeirsdóttir, aðstoðarforstjóri OECD, sagði að áætlanir OECD næstu fimmtán ár tækju mið af þeim mikla hagvexti sem væri fyrirsjáanlegur í Asíu á næstu árum, einkum í Kína og á Indlandi. Öll lönd væri að búa sig undir aukna sam keppni.

Þá benti hún á að þessi hagvöxtur næstu áramyndi kalla á aukna orkunotkun og að endurnýjanlegri orkugjafar sem væru einungis 5% af heildinni yrðu sífellt verðmætari. Samkvæmt þúsaldarmarkmiði Sameinuðu þjóðanna ætti fátækt að hafa minnkað um helming fram til 2015 og á þeim tíma myndi neytendum fjölga um einn milljarð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK