Velmegun á Íslandi tilkomin vegna útrásar íslenskra fyrirtækja

Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar Group
Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar Group Brynjar Gauti

Ein mest áberandi breyting á íslensku viðskiptalífi er útrás íslenskra fyrirtækja. Þessi fyrirtæki skila í auknum mæli skatttekjum til Íslands. Fjárfestingar þeirra hafa verið í flestum tilvikum arðsamar og skilað hluthöfum sínum góðum arði. Sú velmegun, sem við höfum búið við, kemur að stærstu leyti komið vegna þessarar útrásar. Þetta kom fram í máli Ágústs Guðmundssonar, stjórnarformanns Bakkavarar Group, á Viðskiptaþingi 2006 sem stendur nú yfir á Nordica hóteli.

Segir Ágúst að þessi fyrirtæki skili í auknum mæli skatttekjum og ýmiskonar þjónustutekjum til Íslands í mun stærra hlutfalli en bein starfsemi þeirra hér á landi gefur tilefni til að ætla. „Fjárfestingar þeirra erlendis hafa verið stórfelldar og fram til þessa að mestu leyti arðsamar. Þær hafa skilað hluthöfum sínum gríðarlegum verðmætum á stuttum tíma. Beina hluthafa íslensku útrásarfyrirtækjanna er hægt að telja í tugþúsundum og margfalt fleiri eru óbeinir hluthafar í gegnum lífeyrissjóði landsmanna. Sú verðmætaaukning, sem Íslendingar hafa þannig notið á undanförnum árum, nemur meira en billjón króna eða 1000 milljörðum króna og á sér sennilega engan sinn líka í heiminum. Ég vil nánast fullyrða að sú velmegun, sem við höfum búið við á undanförnum misserum, er að stærstum hluta til komin vegna þessarar verðmætaaukningar og að mínu mati endurspeglast þessi nýsköðuðu verðmæti ekki að fullu í hefðbundnum mælingum á auðlegð, kaupmætti og lífskjörum okkar Íslendinga," segir Ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK