Brú selur 38% hlut sinn í CCP

Brú Venture Capital hf., sem er dótturfélag Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka, hefur selt um 38% hlut sinn í tölvuleikjafyrirtækinu CCP hf.

Kaupandi er félagið NP ehf., sem er í eigu Novator ehf., en það er íslensk starfsstöð alþjóðlega fjárfestingarfélagsins Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Straums-Burðaráss. Í tilkynningu frá Brú segir að salan sé í samræmi við stefnu Brúar að selja eignir úr eldra eignasafni félagsins sem náð hafi ákveðnum vexti og þroska. Með sölunni innleysi Brú umtalsverðan söluhagnað.

Gísli Hjálmtýsson, framkvæmdastjóri Brúar, segir að söluverðið sé trúnaðarmál og verði því ekki gefið upp. Það sama eigi og við um innleystan söluhagnað félagsins.

Leikjafyrirtækið CCP hf. framleiðir og selur fjölþátttökuleikinn EVE Online. Í tilkynningu segir að á síðustu misserum hafi tekist að tryggja rekstrarstöðu félagsins bæði á kostnaðarhliðinni, en einkum með mikilli fjölgun áskrifenda, sem nú séu yfir 100 þúsund talsins. Félagið vinni að landvinningum á heimsvísu og sér í lagi í Kína.

Gísli segist telja að CCP eigi mikla möguleika og bjarta framtíð. "Fyrirtækið er með frábæra vöru og reksturinn er sterkur. Við höldum því að vaxtamöguleikar séu miklir og teljum að CCP sé verðmætt fyrirtæki og muni halda áfram að vera það," segir Gísli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK