Magnús Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sjóvá fjármögnunar h.f. nýstofnaðs dótturfélags Sjóvá. Megináhersla í starfsemi Sjóvá fjármögnunar h.f. verður fjármögnun til bifreiðakaupa og aukið vöruframboð á því sviði að því er segir í tilkynningu.
Magnús starfaði sem umboðsmaður og útibússtjóri Sjóvá í Hafnarfirði á árunum 1995-1998 og 2002-2006. Hann var bæjarstjóri í Hafnarfirði 1998-2002 auk þess að vera bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði frá árinu 1994-2006. Að loknu námi í Verslunarskóla Íslands starfaði Magnús sem aðalbókari Hvals h.f. á árunum 1973 til ársins 1995.