Litla Ísland, sem um þessar mundir reynir að afstýra bráðnun í efnahagslífinu, er að verða tákn um öfl sem geta haft áhrif á Wall Street og aðra fjármálamarkaði heimsins í dag, segir í grein The Wall Street Journal í gær, þar sem m.a. er fjallað um íslenskt efnahagslíf, stöðu þess og áhrif á aðra markaði.
Í greininni er sagt frá falli krónunnar, lækkunum á hlutabréfmarkaði undanfarið og segir að spákaupmennska geti leitt til þess að hagkerfi verði viðkvæmt, sérstaklega þegar fjármagn snúi við og taki að streyma úr landi.
Segir að eitt af fyrstu merkjum þess að versnandi staða íslenska hagkerfisins geti haft áhrif á aðra markaði, sé sú staðreynd að hlutabréf easyJet féllu um 9% þegar FL Group seldi 17% hlut sinn í flugfélaginu. "Þetta veldur vaxandi áhyggjum um að íslenskir fjárfestar, sem hafa verið með kaupæði á undanförnum árum, gætu þurft að selja eignir sínar erlendis til að standa við skuldbindingar sínar heima fyrir," segir í greininni.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.