Danske Bank sendir ekki reglulega út skýrslur um íslenskt efnahagslíf en Ísland er mjög áhugavert á alþjóðavísu og efnahagslíf þess. Meðal annars sá mikli vöxtur sem hefur einkennt Ísland að undanförnu. Danske Bank telur að ofhitnun einkenni íslenskt efnahagslífs og efnahagskreppa geti verið á leiðinni. Þetta kom fram í máli Lars Christensen, sérfræðings hjá Greiningardeild Danske Bank. Christensen er einn höfunda skýrslu Danske Bank "Iceland: Geysir Crisis", á hádegisfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga um horfur í íslenskum efnahagsmálum.
Segist Christensen telja ad verðbólga muni halda áfram að aukast hér á landi. Bendir hann á hækkun íslensks hlutabréfamarkaðar á síðustu misserum. Ísland minni þar á nýmarkaði eins og Sádí Arabíu, en þar lækkuðu hlutabéf um 8% á mánudag, og lönd eins og Kína og Indland þar sem hagvöxtur hefur verið gríðarlegur og því spáð að svo verði áfram. Spyr Christensen hvað Ísland eigi sameiginlegt með þessum löndum.
Er hægt að líkja Íslandi við þriðja heims lönd eins og Tyrkland og Taíland í efnahagsmálum, segir Christensen. Telur hann að ástandið hér sé jafnvel verra en í kreppum sem þessi lönd hafa gengið í gegnum.
Segir Christensen að Danske Bank sé ekki einn um að vera svartsýnn hvað varðar efnahagsástandið á Íslandi og að vísbendingar séu um harða lendingu. Tók hann sem dæmi spár Glitnis og Seðlabanka Íslands, á fjölmennum fundi hjá Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga en um þrjú hundruð manns eru á fundinum og komust færri að en vildu.