Vangaveltur um að fyrirtæki undirbúi yfirtökutilboð í Alcan

Álver Alcan í Straumsvík.
Álver Alcan í Straumsvík. mbl.is/Árni Sæberg

Kanadíska álfyrirtækið Alcan Inc., móðurfélag Alcan á Íslandi, vísaði í kvöld á bug fréttum um að bresk-áströlsku námufélögin BHP Billiton Ltd. og Rio Tinto PLC væru að undirbúa að yfirtaka Alcan. Kanadíska blaðið The Globe and Mail hafði eftir heimildarmönnum úr bankakerfinu að námufélögin væru bæði að íhuga að bjóða í Alcan.

„Þetta eru hreinar getgátur," sagði Anik Michaud, talsmaður Alcan við AFP en vildi ekki ræða málið nánar.

Blaðið hafði eftir starfmanni fjárfestingarbanka með tengsl við Alcan, að BHP og Rio Tinto væru búin að skipuleggja tilboðið og bankar hvettu fyrirtækin til að láta til skarar skríða. Hins vegar segist bankastarfsmaðurinn ekki telja að Alcan eigi í viðræðum við önnur fyrirtæki.

Heimildarmaðurinn sagði, að yfirtakan yrði líklega að vera vinsamleg, m.a. vegna þess að annars gæti Alcan misst raforkusamning við kanadíska ríkisorkufélagið Hydro-Quebec.

Hlutabréf í Alcan, sem er annað stærsta álfyrirtæki heims á eftir Alcoa, hækkuðu um allt að 3,7% í dag vegna þessara frétta. Gengi bréfa fyrirtækisins hafði þá hækkað um 45% undanfarið ár vegna hækkandi álvers á mörkuðum.

Alcan er annað stærsta álfyrirtæki heims. Árið 2000 keypti það svissneska álfélagið Alusuisse, sem reisti álverið í Straumsvík á sínum tína, og árið 2003 keypti Alcan franska álfélagið Pechiney. Alls vinna um 65 þúsund manns hjá Alcan víða um heim. Hagnaður fyrirtækisins var 453 milljónir Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK