Nýir eigendur að byggingarverkefninu í Akrahverfi

Phoenix fjárfestingar ehf. hafa selt dótturfyrirtækið Laugarakur ehf. til nýstofnaðs félags, Laugarness ehf. Með sölunni fylgir öll uppbygging á 335 íbúðum og húsum í hinu nýja Akrahverfi í Garðabæ, en það er yfir 70% af öllum framkvæmdum á svæðinu, að því er kemur fram í tilkynningu frá Phoenix um söluna.

Þetta er eitt stærsta einstaka byggingarverkefni sem selt er í einu lagi, eða yfir 45 þúsund fermetrar af byggðu íbúðarhúsnæði. Samkvæmt áætlun sem Phoenix fjárfestingar hafa áður gefið frá sér er áætlað að núvirði framkvæmdanna sé yfir 12 milljarðar íslenskra króna fullbyggt. Samkvæmt mati Deloitte, sem unnið var fyrir Phoenix í febrúar sl. og stutt matsgerðum tveggja annarra fyrirtækja, var þávirði framkvæmdanna áætlað á sjötta milljarð króna. Verktakinn að uppbyggingunni í Akrahverfi er byggingarfélagið Kambur ehf.

Kaupverðið er trúnaðarmál, en söluferlið og kaupin á Laugarakri hafa verið unnin og fjármögnuð í gegnum Glitni. Hið nýja félag, Laugarnes ehf., er í eigu hóps fjárfesta sem síðar verða tilgreindir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka