Þá segir að fréttir af aðhaldsaðgerðum ríkisstjórnarinnar hafi ekki skilað sér í styrkingu krónunnar. Því líti út fyrir að fjárfestar vilji sjá aðgerðir og niðurstöður áður en þeir endurheimti trú sína á íslenska hagkerfinu.
Í skýrslunni segir jafnframt að aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar séu jákvæðar en það hafi valdið höfundum skýrslunnar áhyggjum að Seðlabankinn hafi til þessa einn sýnt aðhald. Það veldur þó höfundum skýrslunnar áhyggjum nú að Seðlabankinn muni ganga of langt með hækkun stýrivaxta.
Höfundar skýrslunnar leggja til að dregið verði úr áhrifum breytinga á fasteignaverði í verðbólgumælingum, þar sem fasteignaverð skekki mælingar á verðbólgu. Þeir telja að fjárfesting í íslenskum skuldabréfum gæti verið góð fjárfesting, fyrir hinn virka fjárfesti. Háir vextir nú geri það að verkum að erfitt sé að vera á móti slíkum fjárfestingum.