Jákvæðari tónn í nýrri skýrslu Merrill Lynch

eft­ir Arn­ór Gísla Ólafs­son

og Hjálm­ar Jóns­son

MUN JÁKVÆÐARI tónn er í nýrri skýrslu Merrill Lynch um ís­lensku bank­ana en í henni er talið lík­legt að ís­lensku bank­arn­ir muni inn­an tíðar leita aft­ur um fjár­mögn­un á markaðina í Evr­ópu með skulda­bréfa­út­gáfu þar og að bæði Kaupþing banki og Glitn­ir muni færa út kví­arn­ar með kaup­um á fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Sér­fræðing­ar Merrill Lynch ganga að því sem nær gefnu að til­gang­ur­inn með hluta­fjáraukn­ingu Kaupþings banka sé kaup á er­lend­um banka sem sé með hátt hlut­fall inn­lána og telja aust­ur­ríska bank­ann BAWAG einna væn­leg­asta kost­inn fyr­ir Kaupþing banka.

At­hygli vek­ur þó að inn­byrðis staða ís­lensku bank­anna er nokkuð breytt að mati sér­fræðinga Merrill Lynch, þ.e. þeir eru nú einna gagn­rýn­ast­ir í garð Glitn­is sem til þessa hef­ur fengið bestu kjör­in af ís­lensku bönk­un­um. Þeir telja bank­ann nú áhættu­sækn­ari, meðal ann­ars með aðkomu að kaup­um Baugs Group á Hou­se of Fraser og söl­unni á Icelanda­ir og að mati þeirra ætti álagið á bréf­um Lands­bank­ans að vera nær álag­inu á bréf­um Glitn­is.

Hall­dór J. Kristjáns­son, banka­stjóri Lands­bank­ans, seg­ir að það sé mjög ánægju­legt að sjá að eft­ir því sé tekið að bank­arn­ir hafi tekið á þeim þátt­um sem gagn­rýnd­ir hafi verið. Greint sé frá því að Lands­bank­inn hafi aukið alþjóðlega töku inn­lána og minnkað markaðsáhættu sína og um þetta sé fjallað með já­kvæðum hætti. Að auki sé síðan bent á sterkt og stöðugt eign­ar­hald á bank­an­um.

Bjarni Ármanns­son, for­stjóri Glitn­is, seg­ir viðbrögð Merrill Lynch vera nokkuð á skjön við viðbrögð annarra grein­ing­araðila og markaðar­ins al­mennt um þess­ar mund­ir. Hann seg­ir að í skýrsl­unni sé spjót­um nokkuð beint að Glitni og kannski sér­stak­lega sölu­trygg­ingu bank­ans á hluta­bréf­um í Icelanda­ir, sem að hans mati hafi verið hóg­vær áhættu­taka.

Ekki náðist í tals­menn Kaupþings banka í gær­kvöldi.

Sjá nán­ar á bls. 6 í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK