Fríverslunarviðræður hefjast við Kína í næstu viku

Fríverslunarviðræður við Kínverja hefjast í næstu viku. Blaðið China Daily hefur eftir Gunnari Snorra Gunnarssyni, sendiherra Íslands í Kína, að viðræðurnar muni standa yfir 11.-13. apríl og aftur sé gert ráð fyrir viðræðum í júní. Segist Gunnar Snorri vera bjartsýnn og búist við að niðurstaða fáist fljótlega.

Þá segist Gunnar Snorri búast við, að endanlegur samningur verði víðtækur og nái yfir viðskipti, þjónustu og fjárfestingu.

Fram kemur í blaðinu, að Ísland var fyrsta Evrópuríkið til að skilgreina Kína sem markaðshagkerfi. Íslendingar fluttu út vörur til Kína að verðmæti 39,99 milljónir dala en fluttu inn vörur að verðmæti 77,67 milljónir dala.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka