Esso-merkið kostar fimmtíu milljónir á ári

Vörumerki Esso hverfur nú um helgina.
Vörumerki Esso hverfur nú um helgina. mbl.is/ÞÖK

Olíufélagið ehf mun hætta að selja eldsneyti á bíla undir merkjum Esso nú um helgina og með því mun fyrirtækið spara um fimmtíu milljónir á ári. Félagið greiðir þessa upphæð líkt og stefgjöld fyrir að fá að nota vörumerkið.

En hvaða nafn mun fara á bensínstöðvarnar í staðinn. Verður það Naust eins og Sjónvarpið skýrði frá um helgina? „Það er langur vegur frá því að við getum staðfest það. Nafnið liggur ekki fyrir og verður frumsýnt um næstu helgi," sagði Hermann Guðmundsson forstjóri Olíufélagsins í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

„Við berum enga ábyrgð á fréttaflutningi Sjónvarpsins í þessu efni," bætti Hermann við. Hermann sagði að þessi sparnaður í útgjöldum væri hluti af þeirri ákvörðun að skipta um nafn og einnig sú staðreynd að nafnið tengdist neikvæðum tengingum við samráðmálið þó að hvorugt væri afgerandi ástæða.

„Stærsti áhrifavaldurinn er sá að við erum að breyta mörgum félögum í eitt félag. Þessi félög eiga það sameiginlegt að bíleigandinn er viðskiptavinur þeirra og við ákváðum að samþætta þessa þjónustu undir einu merki," sagði Hermann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka