Baugur ekki að selja

Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Baugs í Bretlandi, segir í samtali við Morgunblaðið að frétt breska blaðsins Daily Telegraph um helgina sé verulega orðum aukin, um að Baugur ætli sér að selja ýmsar eignir í Bretlandi í sumar.

Þvert á móti sé það stefna félagsins að styrkja eignasafn sitt í breskum verslanakeðjum, hvort sem er í sölu á matvöru, fatnaði, leikföngum eða skartgripum. Engar ákvarðanir hafi verið teknar um að selja einhverja ákveðna hluta. Baugur hafi verið að fjölga starfsmönnum sínum í Bretlandi og til standi að fara í útrás frá Bretlandi til markaða eins og á Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Indlandi og til Miðausturlanda, t.d. með Hamleys í Dubaí og Kúveit.

Endurfjármögnun á keðjum

Daily Telegraph

Helstu verslanakeðjur Baugs í Bretlandi eru Hamleys leikfangakeðjan, matvöruverslanir Iceland, sameiginleg skartgripakeðja Goldsmiths og Mappin&Webb, og tískuverslanir á borð við Oasis, Karen Millen, Jane Norman og MK One. Þá á Baugur umtalsverðan hlut í Woolworths og Moss Bros.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK