Félagið Eyjamenn ehf., sem ræður yfir rúmlega helmingi hlutabréfa í Vinnslustöðinni, hefur þegar ákveðið að taka ekki væntanlegu samkeppnistilboði frá Stillu ehf. í öll hlutabréf Vinnslustöðvarinnar. Eyjamenn hafa ákveðið að framlengja gildistíma eigin yfirtökutilboðs í bréf Vinnslustöðvarinnar komi fram tilboð frá Stillu.
Í tilkynningu til Kauphallar Íslands frá Eyjamönnum segir, að félagið hafi gert hluthöfum í Vinnslustöðinni opinbert yfirtökutilboð þar sem boðnar voru 4,60 krónur á hvern hlut. Í tilefni af tilkynningu um samkeppnistilboð Stillu á genginu 8,50 hafi Eyjamenn ákveðið að gefa þeim hluthöfum í Vinnslustöðinni, sem samþykkt hafa tilboð Eyjamanna ehf. með formlegum hætti, kost á að endurmeta samþykki sitt við tilboðinu. Bréf þar að lútandi hafi verið póstlagt til viðkomandi hluthafa núna um helgina.
Í tilkynningu Eyjamanna segir síðan: