Yfirtökutilboð Eyjamanna í Vinnslustöðina runnið út

Yfirtökutilboð Eyjamanna ehf. til hluthafa Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum rann út 20. ágúst. Hafði tilboðstímabil þá staðið frá 13. maí en því var framlengt í tvígang, í fyrra skiptið þann 4. júní sl. þegar lagt hafði verið fram samkeppnistilboð í félagið og í síðara skiptið þann 23. júlí sl. þegar samkeppnistilboðið hafði verið framlengt.

Á tilboðstímabilinu keyptu Eyjamenn 143.830 hluti í Vinnslustöðinni, eða sem nemur 0,01% hlutafjár í félaginu. Þau viðskipti voru tilkynnt í endaðan júlí. Þrettán hluthafar tóku yfirtökutilboði Eyjamanna, sem áttu enga hluti í Vinnslustöðinni fyrir viðskiptin en eiga nú ásamt samstarfsaðilum samtals 782.971.430 hluti eða rétt rúmlega 50% hlutafjár í Vinnslustöðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka