Stilla eignarhaldsfélag ehf., sem er í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssonar, á 32% hlut í Vinnslustöðinni eftir að samkeppnistilboð þeirra í Vinnslustöðina rann út fyrr í vikunni. Stilla bauð 8,5 krónur á hlut í tilboði sínu en Eyjamenn 4,6.
Samtals eiga Stilla eignarhaldsfélag ehf. og skyldir aðilar; Stilla útgerð, KG fiskverkun, Línuskip og LI-Hedge nú 500.757.422 hluti í félaginu eða um 32,00 % hlutafjár í Vinnslustöðinni, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar OMX á Íslandi.
Eyjamenn og samstarfsaðilar eiga nú rétt rúmlega 50% hlutafjár í Vinnslustöðinni.