Segja tilhæfulausar dylgjur í beiðni um hluthafafund

Framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í Vinnslustöðinni hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir, að forráðamenn eigenda þriðjungs hlutafjár í félaginu, sem nú hafa óskað eftir nýjum hluthafafundi, geri það í þeim eina tilgangi að gera stjórnendur og meirihlutaeigendur Vinnslustöðvarinnar tortryggilega með tilhæfulausum dylgjum sem felist í bréfi til stjórnar félagsins.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

    Forráðamenn Stillu útgerðar hf., Línuskipa ehf. og KG fiskverkunar ehf., eigendur um þriðjungs hlutafjár í Vinnslustöðinni hf., hafa sent stjórnarformanni Vinnslustöðvarinnar beiðni um hluthafafund í félaginu til að fjalla um tiltekin málefni þess. Meðal annars er óskað eftir rannsókn á viðskiptum félagsins og einstakra stjórnenda, samningum við fyrirtæki og viðskiptabanka.

    Umrætt erindi var boðsent stjórnarformanni Vinnslustöðvarinnar seint í gærkvöld og stjórninni hefur ekki gefist ráðrúm til að fjalla um það. Aðstandendur erindisins kusu engu að síður að koma boðskap sínum á framfæri við fjölmiðla þegar í stað og reyndar höfðu ekki allir stjórnarmenn VSV fengið bréfið í hendur þegar um það var fjallað í útvarpsfréttum í kvöld. Augljóst er að aðstandendur erindisins birta það á þennan hátt í þeim tilgangi að gera stjórnendur og meirihlutaeigendur Vinnslustöðvarinnar tortryggilega með tilhæfulausum dylgjum sem felast í bréfinu til stjórnar félagsins. Þeim aðdróttunum vísum við af gefnu tilefni til föðurhúsa.

    Stjórn Vinnslustöðvarinnar mun að sjálfsögðu taka umrætt erindi fyrir og því verður síðan svarað á réttum vettvangi.

Undir þetta skrifa Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og Haraldur Gíslason, stjórnarmaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka