Hart deilt um afskráningu Vinnslustöðvarinnar

Hópur hluthafa í Vinnslustöðinni hf, Stilla útgerð hf, Línuskip ehf. og KG fiskverkun ehf. hafa krafist hluthafafundar í félaginu.

Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Stillu og tengdra félaga, segir að á hluthafafundi þann áttunda þessa mánaðar hafi tillaga um að skrá Vinnslustöðina úr Kauphöllinni verið samþykkt með atkvæðum handhafa um 60% hlutafjár í félaginu. Það sé hins vegar skoðun skjólstæðinga hans að tvo þriðju hlutafjár hið minnsta þurfi til að taka svo afdrifaríka ákvörðun fyrir félagið. Segir Hróbjartur að Eyjamenn ehf. hafi í apríl gert tilboð í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar upp á 4,6 krónur á hlut. Stilla og tengd félög hafi svarað því tilboði með gagntilboði upp á 8,5 krónur á hlut. Það hafi verið mat hlutlauss matsaðila að tilboð Eyjamanna hafi ekki verið sanngjarnt, en tilboð Stillu hafi verið í samræmi við áætlað upplausnarverðmæti félagsins.

Segir Hróbjartur að þar með hafi verið komið í veg fyrir yfirtöku Eyjamanna ehf. á félaginu undir sannvirði og ekki verði litið öðruvísi á tilraunir meirihlutans til að skrá félagið af markaði en svo að um tilraun til að stöðva virka verðmyndun með bréf félagsins sé að ræða.

Í tilkynningu frá stjórn Vinnslustöðvarinnar segir að hún hafi fengið bréf Stillu í hendur, en stjórninni hafi ekki gefist ráðrúm til að fjalla um það. Þá gagnrýnir stjórnin það að efni bréfsins skuli hafa verið gert opinbert áður en allir stjórnarmenn hafi fengið það í hendur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka