Vona að sátt náist um rekstur Vinnslustöðvarinnar

Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson. mbl.is/Kristján Kristjánsson

Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir segjast vona, að með kaupréttarsamningi við heimamenn í Vestmannaeyjum um sölu á tæplega þriðungshlut bræðranna í Vinnslustöðinni til Ísfélagsins náist sátt um framtíðarrekstur Vinnslustöðvarinnar.

Tilkynning bræðranna er eftirfarandi:

„Við bræður eignuðumst hlut í félaginu árið 2002. Forsenda okkar fyrir aðkomu að félaginu var að félagið væri skráð í Kauphöll. Frá þeim tíma höfum við átt gott samstarf við heimamenn í Vestmannaeyjum um rekstur félagins í Eyjum.

Í maí síðast liðnum, okkur að óvörum, fór hópur hluthafa sem réð yfir 50,04% hlutafjár fram á afskráningu félagsins úr Kauphöll og gerði öðrum hluthöfum yfirtökutilboð sem metið var mjög ósanngjarnt af hlutlausum aðila.

Nú höfum við náð samningi við Ísfélag Vestmannaeyja og tengda aðila um kauprétt á okkar eignarhlut, ca. þriðjungshlut, í Vinnslustöðinni hf.

Það er von okkar að með þessum kaupréttarsamningi við heimamenn í Vestmannaeyjum náist sátt um framtíðarrekstur Vinnslustöðvarinnar hf."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK