FL Group eykur hlutafé sitt um 49%

FL Group mun auka hlutafé félagsins um 4544 milljónir króna að nafnvirði eða um 49%. Að útgáfu lokinni mun Baugur Group hafa aukið hlut sinn í FL Group úr 17,7% í 35,9% og verður þar með stærsti hluthafinn í félaginu.

Til að fjármagna kaup FL Group á hlutum í fasteignafélögum af Baugi, verður gefið út nýtt hlutafé að nafnvirði 3659 milljónir í FL Group á genginu 14,7. Kaupverðið er 53,7 milljarðar og verða hlutirnir gefnir út til Baugs Group í skiptum fyrir umræddar eignir. 

Samhliða þessu hefur FL Group ákveðið að bjóða út nýtt hlutafé að markaðsvirði tíu milljarðar króna til fagfjárfesta á genginu 14,7. Baugur Group hefur skuldbundið sig til þess að selja allt að fimm milljarða króna að markaðsvirði í tengslum við fagfjárfestaútboðið til þess að mæta hugsanlegri umframeftirspurn á sama verði. Heildarupphæð hlutafjárútboðsins verður því allt að 15 milljarðar króna og mun Kaupþing hafa umsjón með því.

Jafnframt er fyrirhugað forgangsréttarútboð á nýju hlutafé að fjárhæð allt að þrír milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi 2008. Verða nýir hlutir gefnir út á genginu 14,7 og boðnir hluthöfum í hlutfalli við eign þeirra í félaginu í upphafi forkaupsréttartímabilsins. Baugur Group hefur skuldbundið sig til þess að falla frá forkaupsrétti sínum í þessu útboði.

FL Group hefur fengið vilyrði fyrir 45 milljarða langtímafjármögnun, sem mun ljúka á næstu dögum og verður hluti af þeirri fjármögnuninni notuð til að greiða upp skammtímaskuldir. Eftir útgáfu hlutafjársins, lántöku og greiðslu skammtímaskulda er fjárhagsstaða félagsins umtalsvert sterkari en áður. Eigið fé verður um 180 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall um 41%, að meðtaldri Tryggingamiðstöðinni.

Gangi kaupin eftir styrkist sjóðsstaða félagsins verulega og verður yfir 35 milljarða króna. 

Kaupþing hefur að beiðni FL Group kannað aðferðafræði samningsaðila við verðmat fasteigna. Í tilkynningu frá FL Group segir, að niðurstaða Kaupþings sé að forsendur verðmatsins séu eðlilegar og  kaupverð í samræmi við aðstæður á markaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK