Hlutur FL í Geysi metinn á 11 milljarða

Fl Group er stærsti hluthafi Geysis Green Energy og á 43% í félaginu sem stofnað var í byrjun þessa árs. Nú er stefnt að því að félag í eigu Hannesar Smárasonar, fráfarandi forstjóra FL Group og stjórnarformanns Geysis Green, kaupi 23% eignarhlut í Geysi Green Energy af FL Group. Eignarhlutur FL Group í Geysi eftir viðskiptin yrði því 20,0%.

Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá FL Group í gær er verðmæti hlutar FL Group í Geysir Green Energy bókfært um 11 milljarðar kr. í bókhaldi FL Group.

Er hér um uppfært mat að ræða sem félagið kynnti í október vegna uppgjörs á þriðja ársfjórðungi.

Óháðum aðila falið að meta verðmæti hlutarins

Í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist Hannes sjá mörg tækifæri fyrir sig til dæmis á sviði orkumála. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, vék einnig að Geysi Green á fréttamannafundi í fyrradag og sagði Hannes mikinn áhugamann um Geysi Green. „Við vorum ánægð með það að hann lýsti áhuga á að kaupa ákveðinn hluta af FL [í Geysi Green] og keyra það verkefni áfram af fullum krafti,“ sagði Jón Ásgeir.

Geysir Green var stofnað í janúar sl. af FL Group, Glitni og VGH hönnun. Félagið hefur eignast Jarðboranir, 32% hlut í Hitaveitu Suðurnesja og fjárfest í jarðhitafélögum erlendis. Í september eignuðust Ólafur Jóhann Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Time Warner, og Goldman Sachs 8,5% hlut í Geysi. Í byrjun október var greint frá sameiningu Geysis og Reykjavík Energy Invest en mánuði síðar hafnaði borgarráð samrunanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK