Eimskip fær 310 milljón króna stjórnvaldssekt

Athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn.
Athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn. mbl.is/Eggert

Samkeppniseftirlitið hefur lagt 310 milljóna króna stjórnvaldssekt
á Eimskip vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum á árunum 2001 og 2002. Segir stofnunin að Eimskip hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á sjóflutningamarkaði og brotið þannig gegn bannákvæðum samkeppnislaga.

 Mál þetta hófst vegna kæru frá Samskipum árið 2002 og var vegna hennar framkvæmd húsleit hjá Eimskipi. Samkeppniseftirlitið segir, að Eimskip hafi gert þetta annars vegar með aðgerðum, sem miðuðu markvisst að því að koma Samskipum út af markaðnum og hins vegar með því að gera fjölmarga sk. einkakaupasamninga við viðskiptavini sína.

Fram kemur í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, að af hálfu Eimskips hafi þessar aðgerðir verið skilgreindar sem árás og markaðsatlaga að Samskipum. Gögnin sýni jafnframt að ákveðið hafi verið, að „máttur" Eimskips yrði nýttur í þessu skyni til þess að tryggja ráðandi stöðu félagsins á markaðnum. Markmið Eimskips með aðgerðunum hafi verið að koma í veg fyrir samkeppni eða takmarka hana verulega og gera fyrirtækinu kleift að hækka verð í kjölfar aðgerðanna. Þetta sé sérstaklega skýrt þegar haft er í huga umfang aðgerðanna.

Samkeppniseftirlitið segir að með einkakaupum sé átt við samninga, þar sem Eimskip skuldbatt viðskiptavini sína til þess að kaupa flutningaþjónustu einungis af félaginu. Einkakaupasamningar séu ólögmætir þegar markaðsráðandi fyrirtæki eigi í hlut. Í sumum samninganna var einnig að finna samkeppnishamlandi tryggðarafslætti.

Samkeppniseftirlitið telur að brot Eimskip á 11. gr. samkeppnislaga hafi verið alvarleg og til þess fallin að valda atvinnulífinu og almenningi miklu samkeppnislegu tjóni. Í 11. gr. samkeppnislaga er lagt bann við hverskonar misnotkun á markaðsráðandi stöðu en stofnunin taldi að sú skilgreining ætti við Eimskip í farmflutningum í reglubundnum áætlunarsiglingum milli Íslands og hafna í Evrópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar. Til áætlunarsiglinga teljist einnig þjónusta, sem er órjúfanlegur þáttur slíkrar flutningaþjónustu, s.s. vöruafgreiðsla ásamt útskipun og uppskipun.

Töldu Landsbankann og Straum bera ábyrgðina
Miklar breytingar hafa orðið á skipulagi og eignarhaldi Eimskips á undanförnum árum. Fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, að í júní á síðasta ári hafi Eimskip lýst þeirri skoðun, að ábyrgð á framangreindum brotum lægi hjá Landsbanka Íslands og Straumi-Burðarási en ekki hjá því félagi sem nú ræki umrædda sjóflutningastarfsemi.

Þetta kallaði  sérstaka gagnaöflun og viðbótarrannsókn. Þurfti m.a. ítrekað að afla sjónarmiða og gagna frá Landsbanka Íslands, Straumi-Burðarási, Avion Group og Eimskipi. Barst síðasta bréf þessu tengt þann 26. mars 2007.

Samkeppniseftirlitið telur ekki unnt að fallast á það sjónarmið Eimskips að beina beri sektarákvörðunum að þessum fjármálastofnunum. Hf. Eimskipafélag Íslands hið yngra hafi tekið við ábyrgð á brotum Hf. Eimskipafélagi Íslands hinu eldra og sé ákvörðuninni því beint að því félagi. Var m.a. horft til þess að Hf. Eimskipafélag Íslands hið yngra reki sömu sjóflutningastarfsemi og rekin var í nafni Hf. Eimskipafélags Íslands hins eldra.

 

Tilkynning Samkeppniseftirlitsins

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK