FL Group selur í Finnair

Finnair
Finnair mbl.is/Finnair

FL Group hefur selt 11,7% eignarhlut í finnska flugfélaginu Finnair og er sala bréfanna í samræmi við stefnu félagsins um að minnka fjárfestingar tengdar flugrekstri. Í lok þriðja ársfjórðungs var eignarhlutur FL í Finnair metinn á 22,1 milljarð króna  en félagið átti 22,4% hlut. Hefur markaðsvirði hlutar sem nú var seldur minnkað um 2,8 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi.

Í tilkynningu frá FL Group kemur fram að  sala bréfanna falli vel að þeirri yfirlýstu stefnu stjórnenda Finnair, að auka dreifingu eignarhalds, en fyrir söluna áttu FL Group og finnska ríkið um 80% af útistandandi hlutafé félagsins.

FL Group er áfram annar stærsti hluthafinn í Finnair, með 12,7% eignarhlut í félaginu.

„Í lok þriðja ársfjórðungs var heildarvirði hlutar félagsins í Finnair um 22,1 milljarður króna og samsvarar raunverulegu markaðsvirði hlutarins, þar sem FL Group færir allar sínar eignir á markaðsvirði í árshlutauppgjörum. Samhliða óróa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og almenna lækkun hlutabréfa í flugfélögum undanfarna mánuði, hefur markaðsvirði þess hlutar sem nú er seldur lækkað um 2,8 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi," samkvæmt tilkynningu til Kauphallar OMX á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK