Hæsta sekt vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu

Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið mbl.is/Golli

Stjórnvaldssekt upp á 310 milljónir króna sem Samkeppniseftirlitið hefur lagt á Eimskip er hæsta sekt sem lögð hefur verið á fyrirtæki fyrir brot á 11. gr. samkeppnislaga en þar er lagt bann við hverskonar misnotkun á markaðsráðandi stöðu.  Önnur hæsta sektin var lögð á Icelandair upp á 190 milljónir króna en sú sekt var lækkuð í 130 milljónir króna af áfrýjunarnefnd samkeppnismála.

Þriðja hæsta sektin við brotum á 11. gr. samkeppnislaga var lögð á  Flugþjónustuna á Keflavíkurflugvelli (IGS), dótturfélags Icelandair en sú sekt hljóðaði upp á 85 milljónir króna en var lækkuð í 60 milljónir af áfrýjunarnefndinni og var sú niðurstaða staðfest í héraðsdómi.

Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að þetta mál hófst með húsleit hjá Eimskipi sem framkvæmd var 4. september 2002. Segir jafnframt að óhjákvæmilegt hafi verið hve langur málsmeðferðartíminn var í ljósi umfangs málsins og þeirra atvika sem upp komu undir rekstri þess. Samkeppniseftirlitið telur almennt séð óviðunandi að mikilvæg samkeppnismál geti tafist vegna aðgerða fyrirtækja. Er það von eftirlitsins að breytingar á samkeppnislögum sem tóku gildi á þessu ári og ætlað er að efla möguleika Samkeppniseftirlitsins við upplýsingaöflun muni hafa jákvæð áhrif á málshraða. Í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins segist Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Hvorki niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins né þann langa tíma sem rannsókn þess tók.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka