Minnisblað tók af allan vafa

Frá athafnasvæði Eimskips
Frá athafnasvæði Eimskips mbl.is/Brynjar Gauti

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Eimskips, þar sem félagið er dæmt til að greiða 310 milljónir króna í stjórnvaldssekt vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu, er vísað til minnisblaðs sem Guðmundur Þorbjörnsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Eimskip, sendi til forstjóra félagsins, Ingimundar Sipurpálssonar og annarra framkvæmdastjóra þann 1. apríl 2002.

Segir í ákvörðuninni að minnisblaðið taki af allan vafa um að til aðgerðanna var gripið af yfirlögðu ráði í því skyni að hrekja Samskip út af markaðnum og torvelda innkomu Atlantsskipa á markaðinn fyrir Evrópusiglingar.

Meðal þess sem kemur fram í minnisblaðinu er: „Fullljóst er að framundan er áframhaldandi hörð samkeppni á íslenska markaðnum, og mun innkoma Atlantsskipa á Evrópu enn frekar herða þá baráttu. Þeir hafa lýst yfir að ætla sér 5% markaðshlutdeild. Frá hverjum taka þeir þetta magn? Samskip hefur tekið þá stefnu að „birgja sig upp" á kostnað Eimskips.

Af hálfu Atlantsskipa verður um hreina verðsamkeppni að ræða. Því má segja að Eimskip standi frammi fyrir tveimur keppinautum á markaðnum sem báðir leggja fyrst og fremst áherslu á verðin, og verður Samskip áfram megin samkeppnisaðilinn.

„Setja Samskip á hælana"

Í minnisblaðinu er velt upp þeim möguleikum sem Eimskip hafi ef félagið ákveður að „taka slaginn" og á hvaða nótum það verður gert. „Setja Samskip „á hælana" með því að herja á þeirra viðskiptamenn úr mörgum áttum."

„Fara í stóra pakka Samskipa"

„Fara í stóra „pakka" Samskipa sem við höfum ekki hreyft mikið við til þessa. [Handskrifað er á minnisblaðið, Samherji, SÍF, Baugur, Kaupás og Ingvar Helgason.]"

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að minnisblaðinu var dreift til Erlendar Hjaltasonar, framkvæmdastjóra utanlandssviðs, Höskuldar H. Ólafssonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs, Sigríðar Hrólfsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs og Þorkels Sigurlaugssonar, framkvæmdastjóra þróunarsviðs, auk forstjóra félagsins Ingimundar Sigurpálssonar.

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK