Nýta sér ekki kauprétt í Vinnslustöðinni

mbl.is/ÞÖK

Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Kristinn ehf. hafa ákveðið að hafna því að nýta sér kauprétt að eignarhlutum í Vinnslustöðinni hf., sem eru í eigu Stillu ehf. og tengdra félaga í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona.

Gerður var kaupréttarsamningur 24. nóvember en frestur til
að nýta kaupréttinn var til kl. 16 í dag.

Hlutur þeirra Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona í Vinnslustöðinni nemur um 32% af heildarhlutafé. Fram kom hjá Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni, stjórnarformanni Ísfélagsins, í nóvember, að  kaupréttarsamningurinn væri háður því að fjármögnun fáist, einnig því að nýju félagi í eigu Ísfélagsins og Kristins takist að tryggja sér 35% hlutafjár og að lokum því að samkomulag náist við meirihlutaeigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar um rekstur félagsins. 

Mikil læti urðu í kringum eignarhald á Vinnslustöðinni í sumar þegar þeir Guðmundur og Hjálmar gerðu yfirtökutilboð í félagið en urðu undir í baráttu um það við Eyjamenn ehf. sem reyndar buðu töluvert lægri upphæð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka