Tókst ekki að kaupa 35% í Vinnslustöð

Gunn­laug­ur Sæv­ar Gunn­laugs­son, stjórn­ar­formaður Ísfé­lags­ins, seg­ir að megin­á­stæða þess að kauprétt­ur­inn á bréf­um Stillu hafi ekki verið nýtt­ur sé sú að ekki hafi tek­ist að upp­fylla meg­in­skil­yrði Ísfé­lags­ins og Krist­ins ehf. um að auka hlut­inn í Vinnslu­stöðinni í 35%, ekki aðeins að kaupa 32% hlut Stillu og tengdra fé­laga.

„Við gerðum til­boð í hlut Líf­eyr­is­sjóðs Vest­manna­eyja, sem við höfðum góðar von­ir um að fá keypt­an, en líf­eyr­is­sjóður­inn til­kynnti okk­ur um að hann myndi ekki selja. Í gær­kvöldi varð ljóst að við mynd­um því ekki ná þessu 35% marki, sem var al­gjört skil­yrði af okk­ar hálfu. Því ákváðum við ekki að fara lengra með málið," seg­ir Gunn­laug­ur Sæv­ar.

Önnur helstu skil­yrði Ísfé­lags­ins og Krist­ins fyr­ir nýt­ingu kauprétt­ar­ins voru fjár­mögn­un á kaup­un­um og sam­komu­lag við stjórn­end­ur Vinnslu­stöðvar­inn­ar um framtíðarrekst­ur fyr­ir­tæk­is­ins. Gunn­laug­ur Sæv­ar seg­ir fjár­mögn­un­ina ekki hafa verið vanda­mál en hitt hafi verið í vinnslu. Ágæt­ur andi hafi verið í viðræðum við for­ráðamenn Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK