VSV langtímafjárfesting

Guðrún Erl­ings­dótt­ir, stjórn­ar­formaður Líf­eyr­is­sjóðs Vest­manna­eyja, seg­ir við Morg­un­blaðið að bréf sjóðsins í Vinnslu­stöðinni (VSV) séu lang­tíma­fjár­fest­ing og ekki standi til að selja þau. Eins og fram kom í Morg­un­blaðinu í gær samþykkti stjórn sjóðsins að hafna til­boði Ísfé­lags­ins og Krist­ins ehf. í bréf­in.

„Samþykkt stjórn­ar­inn­ar var ein­róma og átaka­laus. Við tók­um þá stefnu fyrr á ár­inu að selja ekki bréf­in. Þetta er fjórða til­boðið sem við fáum í bréf­in og það næst­lægsta. Við höf­um ekki breytt um stefnu og telj­um væn­leg­ast að eiga bréf­in áfram,“ seg­ir Guðrún en áður hef­ur sjóður­inn hafnað til­boðum á geng­inu 8,5 og 8,0. Til­boð Ísfé­lags­ins var upp á 7,90 en alls á sjóður­inn 5,3% í VSV.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK