VSV langtímafjárfesting

Guðrún Erlingsdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, segir við Morgunblaðið að bréf sjóðsins í Vinnslustöðinni (VSV) séu langtímafjárfesting og ekki standi til að selja þau. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær samþykkti stjórn sjóðsins að hafna tilboði Ísfélagsins og Kristins ehf. í bréfin.

„Samþykkt stjórnarinnar var einróma og átakalaus. Við tókum þá stefnu fyrr á árinu að selja ekki bréfin. Þetta er fjórða tilboðið sem við fáum í bréfin og það næstlægsta. Við höfum ekki breytt um stefnu og teljum vænlegast að eiga bréfin áfram,“ segir Guðrún en áður hefur sjóðurinn hafnað tilboðum á genginu 8,5 og 8,0. Tilboð Ísfélagsins var upp á 7,90 en alls á sjóðurinn 5,3% í VSV.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK