Í takt við sjónarmið núverandi eigenda Borgunar

Borgun hf., sem áður hét Kreditkort, segir í yfirlýsingu að sátt sem fyrirtækið hefur gert við Samkeppniseftirlitið vegna brota á samkeppnislögum á árunum 1995-2006, sé að fullu í takt við sjónarmið núverandi eigenda og stjórnenda Borgunar. Brotin hafi öll átt sér stað áður en eigendabreytingar urðu fyrir tæpum tveimur árum.

„Núverandi meirihlutaeigendur fyrirtækisins hafa haft frumkvæði að því að stokka upp eignarhald fyrirtækisins til þess að tryggja góða stjórnar- og viðskiptahætti. Í ákvörðun sinni leggur Samkeppniseftirlit áherslu á átta meginþætti sem stuðla að virkri starfsemi á þeim mörkuðum sem Borgun starfar á. Þessum úrbótatillögum hefur að hluta til þegar verið hrint í framkvæmd af hálfu Borgunar hf og unnið er að þeim sem eftir standa;" segir m.a. í yfirlýsingu félagsins.

Borgun hefur fallist á að greiða sáttagreiðslu að upphæð 185 milljónir króna og  gengist við þeim brotum sem tiltekin eru í sáttinni.

Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, segir í tilkynningunni, að hann sé ánægður að þessu máli skuli nú loks vera lokið og þær áherslur sem komo fram í sátt Samkeppniseftirlitsins og Borgunar séu að fullu í takt við sjónarmið núverandi eigenda og stjórnenda Borgunar hvað þessi mál varðar. Eignarhald Borgunar hafi verið endurskipulagt að frumkvæði núverandi eigenda og úrbótatillögum Samkeppnisstofnunar hafi þegar verið hrint í framkvæmd.

Haukur segir, að það samstarf sem um var að ræða milli kortafyrirtækjanna, hafi að miklu leyti verið samráð um tæknilegar lausnir fyrirtækjanna. Eins og lesa megi úr ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hafi ekki verið hægt að sýna fram á verulegan fjárhagslega ábata af samstarfinu annan en þann sem snúi að tæknilegum úrlausnarefnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka