Ég sé eyrað á honum

Ljósmyndarar smella myndum af bíl í þeirri von að Kerviel …
Ljósmyndarar smella myndum af bíl í þeirri von að Kerviel sé þar inni. AP

„Þetta er eyrað á hon­um!" hrópaði ljós­mynd­ari glaðhlakka­leg­ur um leið og hann smellti ótt og títt mynd­um af bíl, sem ekið var í lög­reglu­fylgd í Par­ís­ar­borg. Taldi ljós­mynd­ar­inn sig hafa séð miðlar­an­um dul­ar­fulla Jerome Kerviel bregða fyr­ir í bíln­um.

Hafi það verið rétt er ljós­mynd­ar­inn eini fréttamaður­inn, sem séð hef­ur Kerviel frá því hann komst í heims­frétt­irn­ar í síðustu viku fyr­ir að verða vald­ur að millj­arðatapi franska bank­ans  Société Générale.

Mynd af Kerviel, sem birst hef­ur í fjöl­miðlum um all­an heim, er tek­in af vef bank­ans en sjálf­um hef­ur miðlar­an­um tek­ist að forðast ljós­mynd­ar­ana. Þá hef­ur hann ekk­ert tjáð sig við fjöl­miðla og eng­inn veit hvar hann held­ur sig eft­ir að hann var lát­inn laus úr haldi lög­reglu í gær.

Hundruð ljós­mynd­ara biðu í gær utan við skrif­stof­ur dóm­ar­ans, sem fjallaði um kröfu lög­regl­unn­ar um gæslu­v­arðhald yfir Kerviel. Dóm­ar­inn hafnaði þeirri kröfu og Kerviel tókst að laum­ast á brott óséðum.

„Þetta er eins og í Villta vestr­inu, að Kerviel sé út­lagi og mynd­ir af hon­um út um allt með yf­ir­skrft­inni: Eft­ir­lýst­ur," sagði franski ljós­mynd­ar­inn Pascal Rostain, einn þeirra sem er á hött­un­um eft­ir Kerviel.

„Þetta er risa­stórt mál, öll blöð í heim­in­um vilja fá mynd af hon­um."

Ljós­myndaþjón­ust­ur og út­gáf­ur, sem nota mynd­ir frá götu­ljós­mynd­ur­um, vilja ekki áætla hve há upp­hæð yrði greidd fyr­ir nýja mynd af Kerviel þar sem ótt­ast er að það myndi ýta verðinu upp. En ónafn­greind­ur starfsmaður eins fyr­ir­tæk­is sagði að slík mynd gæfi fúlg­ur fjár í aðra hönd.  

Eina myndin af Jerome Kerviel, sem hefur birst til þessa.
Eina mynd­in af Jerome Kerviel, sem hef­ur birst til þessa. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK