Íslenskt-skoskt flugfélag hættir starfsemi

Dornier flugvél City Star.
Dornier flugvél City Star.

Íslensk-skoska flug­fé­lagið City Star Air­lines hef­ur hætt starf­semi vegna fjár­hagserfiðleika. Flug­fé­lagið hef­ur staðið fyr­ir áætl­un­ar­ferðum á milli Aber­deen í Skotlandi og áfangastaða í Nor­egi.

Fram kem­ur í blaðinu Aber­deen Press Journal, að um  50 manns muni vænt­an­lega missa vinn­una vegna þessa. Þá hafi um 100 farþegar, sem áttu pantað far með fé­lag­inu, orðið fyr­ir tjóni. Flug­völl­ur­inn í Aber­deen gerði fjár­nám í Dornier-flug­vél fé­lags­ins.

Haft er eft­ir Rún­ari Foss­dal Árna­syni, tals­manni fé­lags­ins, að vanda­mál­in hafi byrjað þegar land­göngu­trappa rakst á eina af vél­um fé­lags­ins á Aber­deen­flug­velli og skemmdi hana. Fé­lagið hafi ekki náð að vinna upp það tjón sem varð af þessu.

Flug­fé­lagið var stofnað árið 2004 af Atla Árna­syni. Var mark­mið fé­lags­ins að veita fyr­ir­tækn­um, em eiga í viðskipt­um milli Aber­deen og Ósló­ar, aukna þjón­ustu.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK