Franskur miðlari segist ekki vilja verða blóraböggull

Starfsmenn Société Générale utan við höfuðstöðvar bankans í París.
Starfsmenn Société Générale utan við höfuðstöðvar bankans í París. Reuters

Franski miðlar­inn Jerome Kerviel seg­ir í viðtali við AFP frétta­stof­una, að hann vilji ekki verða blóra­bögg­ull og sitja uppi með að vera kennt um millj­arða evra tap bank­ans Société Générale af fjár­fest­ing­um á verðbréfa­markaði.

„Société Générale hef­ur ákveðið að kenna mér ein­um um. Ég skal axla minn hluta af ábyrgðinni en ég ætla mér ekki að verða blóra­bögg­ull fyr­ir  Société Générale," seg­ir Kerviel í viðtal­inu, sem mun vera það fyrsta sem hann veit­ir frá því málið kom upp.

Hann neitaði að ræða málið í smá­atriðum en sagðist myndu gera dóm­ara grein fyr­ir því þegar þar að kæmi.

Société Générale sak­ar Kerviel um að hafa valdið bank­an­um 4,8 millj­arða evra tapi með heim­ild­ar­laus­um fram­virk­um viðskipt­um fyr­ir 50 millj­arða evra. Málið komst upp 20. janú­ar. 

Kerviel var ákærður fyr­ir trúnaðar­brot, notk­un falsaðra skjala og ýmis önn­ur brot. Dóm­ar­ar féllust hins veg­ar ekki á ákæru fyr­ir fjár­svik.

Kerviel viður­kenndi við yf­ir­heyrsl­ur, að hafa falsað tölvu­pósta til að fela spor sín eft­ir að hann hóf viðskipti án heim­ilda bank­ans árið 2005. Hann full­yrti jafn­framt, að bank­inn hljóti að hafa vitað hvað hann var að gera vegna þess að þessi viðskipti hans skiluðu hagnaði lengstaf en yf­ir­menn hans hefðu látið hann af­skipta­laus­an á meðan svo var.

Jerome Kerviel.
Jerome Kerviel. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK