FL Group: Óráðsía og vondar fjárfestingar

„Það liggur í augum uppi að ástæða tapsins er óráðsía og illa ígrundaðar fjárfestingar,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, um 80 milljarða tap FL Group á árinu 2007. Félagið tilkynnti á miðvikudag um 67,3 milljarða króna tap, en við það bætast rúmlega 12,5 milljarðar króna í bakfærða skatta.

Vilhjálmur segir ljóst að hagsmunir hluthafa á borð við þá lífeyrissjóði sem eigi í FL Group hafi ekki verið hafðir að leiðarljósi í starfsemi félagsins. „Þetta er mesta tap Íslandssögunnar og nálgast það að vera efnahagsvandamál. Þetta er líka spurning um hvernig stjórn félagsins starfaði. Var hún alltaf í því að moka flórinn eftir forstjórann og bjarga hlutum sem hann var búinn að kaupa? Þetta er ekki almenningshlutafélag. Þetta er nánast í fullri eigu stóru hluthafanna.“

FL Group skilaði 44,6 milljarða króna hagnaði á árinu 2006 og alls 69,2 milljarða króna hagnaði á árunum 2002 til 2006. Tap síðasta árs er því meira en samanlagður hagnaður síðustu fimm ára á undan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka