Seðlabanki leggi meiri áherslu á verðbólguvæntingar

Greiningardeild Kaupþing segir, að OECD sendi þau skilaboð til Seðlabankans að hann eigi að leggja meiri áherslu á verðbólguvæntingar í stefnu og útgáfuefni sínu. Jafnframt lýsi jafnframt yfir áhyggjum af því að bankanum hafi ekki heppnast að þrýsta verðbólguvæntingum að verðbólgumarkmiði bankans.

Þá lýsir OECD þeirri skoðun, að ástæða sé til að endurskoða reiknaða leigu eins og hún er nú metin í vísitölu neysluverðs, sérstaklega í ljósi þess að nú hafi vaxtahækkanir Seðlabankans áhrif til að hækka húsnæðiskostnaðinn sjálfkrafa og fórnarkostnaður íbúðareignar hækkar af þeim sökum.

Seðlabankinn hafi ærinn starfa á höndum að berjast gegn verðbólgu þó hann leggi ekki líka til atlögu við „eignabólur" með því að miða vaxtaákvarðanir sínar við verðlagsvísitölur sem innihaldi fasteignaverð með svo beinum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK