Segir tillögur OECD um heilbrigðismál í anda stefnu stjórnarinnar

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson.

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, segir að tillögur OECD um aukna skilvirkni og samkeppni í íslenska heilbrigðiskerfinu  í anda þess sem ríkisstjórnin hafi lagt upp með og það sé mjög gott að fá staðfestingu á því frá jafn virtri alþjóðlegri stofnun og OECD er.

„Þetta er árétting á því sem við vissum og því sem við höfum lagt upp með," sagði Guðlaugur Þór. „Við munum nýta þær ábendingar sem þarna koma fram. Við tökum þær mjög alvarlega. Við höfum einnig verið skoða það sem þessi stofnun hefur verið að gera fyrir önnur lönd - þetta er eftir því sem ég best veit í fyrsta skipti sem þeir gera svona fyrir Ísland - enda höfum við verið að bera okkur saman við þau lönd sem við erum líkust. Við höfum verið að skoða hvað hefur gengið vel þar og hvað við getum lært af þeim og ég hef sett mér það markmið - og unnið að því - að vinna mjög náið með hinum Norðurlöndunum.

Ég hef tekið upp ýmis mál á fundum með kollegum mínum, t.d. um sameiginlegan norrænan lyfjamarkað og heilsumarkað. Við höfum nú þegar hafið verkefni í samstarfi við Svía sem er fyrsta skrefið að sameiginlegum norrænum lyfjamarkaði. Ég hef lagt mikla vinnu í þetta, heimsótt ráðherra í Svíþjóð og Danmörku með það að markmiði að efla þessa samvinnu til að geta lært af þessum þjóðum, og þeir af okkur, og á sama hátt að vinna að því að opna þennan markað og auka samkeppni á sviði."

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK