Seðlabankinn seinn að taka við sér

Ráðherrar og sérfræðingar OECD glugga í skýrsluna um Ísland.
Ráðherrar og sérfræðingar OECD glugga í skýrsluna um Ísland. Árvakur/Frikki

Í nýrri skýrslu OECD um ástand og horfur í efnahagslífinu á Íslandi segir að Seðlabankinn hafi á tíðum verið of seinn að lækka stýrivexti. Val Koromazy, sviðsstjóri landarannsóknasviðs hagfræðideildar OECD, tók sem dæmi í kynningu á skýrslunni í gær að Seðlabankinn hefði ekki lækkað vexti fyrr en í nóvember í fyrra og þar brugðist of seint við. Merki hafi verið um verðbólgu og samdrátt á húsnæðismarkaði frá miðju ári.

„Í skýrslunni er jafnframt lagt til að verðbólgumælingum verði breytt, á réttum tíma, þannig að húsnæðisverð sé tekið út. Þetta er mjög athyglisverð tillaga og örugglega tillaga sem ríkisstjórnin og Seðlabankinn vilja vinna að,“ segir Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK