Erlend umfjöllun um Ísland skaðaði Baug

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Ómar

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, segir í viðtali við Viðskiptablaðið, að umfjöllun í Bretlandi um íslensk efnahagsmál og bankakerfið hafi verið farin að skaða fyrirtækið og starfsfólk í fyrirtækjum Baugs þar í landi hafi m.a. verið orðið órólegt um hvort það fengi útborgað. Þetta hafi eðlilega haft áhrif á fyrirtækið.

Jón Ásgeir segir í viðtalinu, að endurskipulagning sem kynnt var í vikunni, geri Baugi hægar um vik að takast á við þau fjárfestingarverkefni, sem beðið hafi á borði fyrirtækisins undanfarið. Þetta muni losa um peninga og lánalínur, sem hafi verið bundnar við annað undanfarið og gefa Baugi gott andrými.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK