Ávísanir MK One fást ekki útleystar

Birgjar bresku tískuhúsakeðjunnar MK One eru nú sagðir vera að búa sig í að grípa til aðgerða vegna vanskila fyrirtækisins. Samkvæmt heimildum breska fréttavefjarins Times Online fengu sumir birgjanna ávísanir vegna varnings sem seldur var í verslunum fyrirtækisins fyrir jól á mánudag. Þær munu hins vegar ekki hafa fengist útleystar í bönkum. Þetta kemur fram á fréttavef Times Online.

„Við komumst allir að s í dag sagði heimildarmaður  síðunnar á föstudag. „Við erum að skila inn athugasemdum. Það lítur út fyrir að allar ávísanirnar hafi verið stöðvaðar samtímis en því miður hafði enginn fyrir því að láta birgjana vita hvað væri í gangi. Við erum að tala um milljónir punda."

Fram kemur á Time Online að þetta sé líklegt til að draga mjög úr trausti á fyrirtækinu, sem er í að meirihluta í eigu Baugs,  og rekur 172 verslanir. Tilkynnt var í síðustu viku um söluáform vegna fyrirtækisins sem tapaði 17.4 milljónum sterlingspunda á síðast ári.

Talsmaður Baugs sagði í viðtali við blaðamann Times Online að söluáformin stæðu enn og að forsvarsmenn þess hefðu fundið fyrir töluverðan áhuga á kaupum þess. Er tilkynnt var um söluáformin kom fram að salan væri eðlileg afleiðing þess að Baugur hafi í byrjun þessa mánaðar tilkynnt að félagið ætlaði að einbeita sér að fjárfestingum í smásölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK