Baugur selur MK One

Baugur á m.a. Goldsmiths skartgripavörukeðjuna í Bretlandi.
Baugur á m.a. Goldsmiths skartgripavörukeðjuna í Bretlandi. mbl.is/Golli

Baugur Group hefur selt MK One tískuvörukeðjuna í Bretlandi. Kaupandinn er Hilko, félag sem sérhæfir sig í að byggja upp smásöluverslanir. Söluverðið er ekki gefið upp.

Fréttavefur breska blaðsins The Times hefur eftir Gunnari Sigurðssyni, forstjóra Baugs, að MK One passi ekki lengur inn í smásölueignasafn fyrirtækisins og því hafi verið ákveðið að selja keðjuna.

Þetta er fyrsta stóra fyrirtækjasala Baugs á Bretlandseyjum frá því fyrirtækið hóf að fjárfesta þar fyrir átta árum. Baugur á yfir 20 smásöluverslunarkeðjur, þar á meðal  Hamleys og Goldsmiths og stóran hlut í Iceland. 

Rekstur MK One hefur ekki gengið vel að undanförnu og á síðasta ári var 17,4 milljóna punda tap á rekstrinum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK