Bankaáhlaup hafið?

Litlar líkur eru á því að íslensku bankarnir komist hjá því að verða fyrir áhlaupi. Jafnvel má ætla að hljóðlátt bankaáhlaup sé hafið. Þetta segir bandaríski hagfræðingurinn Robert Z. Aliber en hann hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands í gær.

„Mig grunar að enginn eigandi jöklabréfa eða bankaskuldabréfa sem nálgast gjalddaga muni endurnýja þau á næstunni og ég giska á að flestir yfirmenn fjárstýringar stórfyrirtækja séu farnir að flytja fé sitt til banka utan Íslands,“ segir Aliber.

Aliber hefur rannsakað eignaverðsbólur víða um heim í áratugi og segir einkennin sem sjá má í íslensku efnahagslífi dæmigerð fyrir þá þróun sem átt hefur sér stað víða. Hann leggur til að íslensku viðskiptabönkunum verði skipt upp í tvær einingar hverjum, annars vegar viðskiptabanka og hins vegar fjárfestingarbanka.

Aliber segir mikilvægt að gengi krónunnar verði lækkað til þess að draga úr viðskiptahallanum. Ekkert land geti haldið við jafnmiklum viðskiptahalla og hér hefur ríkt til lengdar. Þá telur hann nauðsynlegt að Seðlabankinn leggi verðbólgumarkmiðið á hilluna. 

Mikið hefur verið rætt um upptöku evrunnar sem lausn á vanda íslenska hagkerfisins og segir Aliber það mjög óráðlegt að taka upp evru við þær aðstæður sem nú ríkja. Vangaveltur um upptöku evrunnar, eða annars erlends gjaldmiðils, hér á landi verði að bíða betri tíma en það sé þó vel mögulegt að halda úti krónunni, þrátt fyrir smæð hagkerfisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka