Gengi krónunnar styrkist mikið

mbl.is/Guðmundur Rúnar

Gengi krónunnar styrktist til muna eftir að fréttir bárust af því að Seðlabankinn hefði gert gjaldeyrissamninga við norræna seðlabanka. Gengisvísitalan hefur lækkað um 3,41% það sem af er og er 150 stig.  Norski viðskiptavefurinn na24 segir í fyrirsögn, að samningarnir séu neyðaraðstoð við íslenska seðlabankann.

Vefurinn hefur eftir Svein Haga, sem er sérfræðingur í gjaldeyrismálum, að íslenski seðlabankinn fái nú gjaldeyrisvarasjóð þar sem íslenska krónan sé undir þrýstingi.

„Það er ljóst að það er norrænn vilji til að koma Íslandi til aðstoðar," segir Haga og bendir á að þetta muni veita viðnám gegn þeim spákaupmönnum, sem vilji þrýsta gengi krónunnar niður á við.  Þá geti íslenski seðlabankinn útvegað íslensku bönkunum evrur ef þeir þurfi á að halda.

Þetta sé til þess fallið að koma á stöðugleika hjá bankanum og gjaldmiðlinum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka